Tilgangur félagsins er að viðhalda þeim gæðastaðli sem þarf að vera til staðar þegar unnið er við parketlagnir, slípun og lökkun. Í félaginu er einvala
lið manna sem hefur haft aðal-atvinnu sína af því að vinna við parket undanfarin áratug. Inngönguskilyrði í félagið er að viðkomandi aðili geti sýnt
fram á góð tök við vinnu á parketi. Meginmarkmið félagsins er að veita félagsmönnum aðhald í að viðhalda snyrti-og fagmennsku.

Það er ekki tilviljun að slíkt félag skuli stofnað nú þegar nýir verktakar taka til starfa nær mánaðalega og úrvalið af misgóðu parketi og fylgiefnum
eykst hratt. Þá er krafan um færni fagmanna nauðsynileg til að tryggja vönduð vinnubrögð.

Parketlagnir hafa fylgt trésmiðum alla tíð en þegar kemur að parketslípun vandast málið því þar ættu bæði trésmiðir og málarar að eiga tilkall til verksins,
en um það gilda engar reglur, það gerir það að verkum að hver sem er getur leigt eða keypt parketslípivél án þess að hafa til þess nokkra þekkingu
né reynslu og getur verkkaupi orðið fyrir óþægindum og aukakostnaði vegna óvandaðra vinnubragða. Það er því von okkar félagsmanna
að við náum að sporna við þessari þróun og halda uppi öflugu félagi með traustum félagsmönnum. Félag íslenskra parketmanna er í góðu sambandi
við þær parketverslanir sem leggja metnað sinn í gæði og tryggir þannig nauðsynilegt traust milli kaupanda og seljanda. Félagi íslenskra
parketmanna mun standa fyrir kynningu og úttekt á nýjum vörum fyrir félagsmenn sína til að tryggja að þeir séu alltaf vel upplýstir um þau efni sem
eru í boði á markaðnum hverju sinni og standast ströngustu gæðakröfur.

Veldu fagmenn í verkið!

.